Upplýsingar
Kennari er Ólafur Hilmarsson (ÓliHilm)
Óli er menntaður húsasmíðameistari og kennari sem hefur kennt listgreinar, að mestu leirlist, í um 10 ár. Samhliða kennslunni hefur hann unnið að sinni eigin leirlist undir nafninu ÓliHilm, þar sem hann hannar og rennir öll sín verk sjálfur og er hver munur einstakur á sinn hátt. Leirvinnan er fyrir Óla eins og óvænt ferðalag þar sem óteljandi möguleikar búa í náttúrulegum eiginleikum leirsins. Óli nýtir smíðafærni sína til að forma og skera leirinn með mikilli nákvæmni líkt og í trésmíði.
Óli hefur komið að mörgum hönnunar og samstarfsverkefnum, má þar m.a. nefna samstarfsverkefni með Lavazza á Íslandi í Hagkaup Smáralind og hönnun og gerð hinna mikilvægu Míuverðlauna 2024 sem ætluð eru til að heiðra þá einstaklinga sem koma að þjónustu langveikra barna. Handverk Óla má m.a. finna á vefsíðu hans www.olihilm.com og í Bjarni Sigurðsson Gallery, Skólavörðustíg 41 101 Reykjavík.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum