Menu Close

Leirnámskeið – Grunnnámskeið í leirmótun 3-12. nóvember

45.000 kr.

Grunnnámskeið í leirmótun fyrir fullorðna.

Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur og þá sem vilja fá upprifjun í handmótun.

Á námskeiðinu eru kenndar helstu grunnaðferðir handmótunar. Kenndar verða mótunaraðferðir sem kallast holuaðferðin, slönguaðferðin, plötuaðferðin og klumpsaðferðin. Kennslan er frekar stýrð, við vinnum með eina aðferð í senn og nemendur móta 4-5 muni.

Kennari: Guðbjörg Auðar Björnsdóttir leirlistamaður

Hvert námskeið er haldið í þrjá daga, frá klukkan 17:00-20:30.

Dagsetningar: 3. 5. og 12. nóvember.

Námskeiðið kostar 45.000 kr

Allt efni er innifalið.

Vöruflokkur
Deila

Upplýsingar

Kennari er Guðbjörg Björnsdóttir leirlistakennari
Guðbjörg hefur starfað við kennslu frá því að hún lauk námi í Kennaraháskóla Íslands árið 1991 og árið 2015 lauk Guðbjörg námi í leirkeragerð við Myndlistaskólann í Reykjavík.
Undanfarin ár hefur hún starfað sem kennari og leirlistamaður hefur haldið fjölmörg námskeið í leirlist í Myndlistaskólanum í Reykjavík, barna- og unglinganámskeið, námskeið fyrir fullorðna og námskeið í Keramikdeild skólans.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum

Ekki er tekin ábyrgð á innsláttarvillum.
Verð geta breyst án fyrirvara.