Menu Close

Vinsamlegast athugið vegna mikillar aðsóknar í brennslu þá getum við ekki ábyrgst að það náist að brenna fyrir jól þær vörur sem koma eftir 1. desember

Leirbrennsluþjónusta hjá Glit

Við hjá Glit bjóðum upp á leirbrennslu fyrir almenning – hvort sem þú ert byrjandi í keramik eða vanur listamaður.

Við bjóðum bæði:

  • Hrábrennslu (bisque firing)
  • Gljábrennslu (glaze firing)

Hvernig virkar þetta?

  1. Komdu með verkin þín
    Þú mætir með leirmunina til okkar á opnunartíma (sjá neðar). Við tökum á móti þeim og skráum þau inn.
  2. Við brennum
    Við sjáum um örugga og faglega brennslu í leirbrennsluofni við viðeigandi hita.
  3. Fyrir gljábrennslu 
    Vinsamlegast athugið að hreinsa vel allan glerung af botni leirmuna svo þeir festist ekki við ofnplötuna ef þeir skyldu leka
    Gott væri að láta fylgja með platta fyrir leirmuni til að leggja á áður en þeir fara í ofninn ef þeir skyldu leka, þá festist keramikhluturinn ekki við ofnplötuna sjálfa heldur plattan
    Ef keramikhlutur festist við ofnplötu og það þarf að fara með ofnplötu í slípun þá kostar það kr. 2.000    

  4. Þú færð SMS þegar leirmunir er tilbúnir
    Þegar brennslan er lokið færðu SMS frá okkur og getur sótt hlutina þína.

Verðskrá

Verðið fer eftir stærð og magni verka – við reiknum það út þegar brennslu er lokið.

  • Verðið fer eftir fjölda hluta og stærð þeirra.
  • ATHUGIÐ lágmarksgjald er  hálf hilla.
  • Minni leirbrennsluofn 1 hilla kostar  kr. 2.200
  • Stærri leirbrennsluofn 1 hilla kostar kr. 3.000


Afhending og opnunartímar

  • Þú getur skilað verkum til okkar á Krókháls 5 á opnunartíma
  • Afgreiðslutími fer eftir álagi, en yfirleitt innan 7–10 daga
  • Við sendum SMS þegar brennslan er lokið og verkið tilbúið til afhendingar

Fyrir hverja?

Þessi þjónusta hentar:

  • Nemendum í leirlist
  • Listafólki
  • Heimaiðkendum sem eiga ekki aðgang að brennsluofni
  • Allir velkomnir – óháð reynslu!