
VELKOMIN TIL OKKAR
Keramik málun – skemmtun og skapandi afþreying fyrir fjölskyldur, vinkonuhópa, vinahópa og starfsmannahópa.
Komdu og upplifðu skapandi og skemmtilega stund. Þú pantar sæti með því að greiða 2.500 kr per mann bókunargjald á vefnum, innifalið í verði er aðgangur að Glitsalnum, mikið úrval af akryl litum að eigin vali, glimmeri, svuntu, áhöldum og fleira.
Opið er valda laugardaga milli kl: 10:00 – 13:00
Einnig er hægt að sérpanta fyrir hópa með því að senda tölvupóst á glit@glit.is
Athugið að hver tími er 3 klst.
Þú mætir til okkar að Krókháls 5 velur þér keramik hlut í verslun okkar, hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali frá kr.1.500 – 15.900 næst er farið upp í Glitsalinn og þar velur þú þá liti sem þú vilt úr fjölda akrýl lita sem í boði er, eftir tímann mun starfsmaður spreyja hlutinn sem þú tekur með þér heim.
Góð aðstaða er í salnum.

Komdu og upplifðu skapandi og skemmtilega stund.
Það er ekkert betra en að eiga tíma saman og mála fallegt keramik sem þú getur átt til minningar.
Upplifun að koma í keramikmálun
- Málað og skreytt eigið keramik
- Skapandi samverustund fyrir alla aldurshópa
- Fyrir byrjendur sem og reyndari listamenn
- Fjölbreytt úrval af keramik hlutum og akrýl litum
Hvort sem þú ert að leita að skemmtun fyrir börnin, að búa til sérstaka gjöf eða bara njóta góðs tíma saman þá er keramik málun málið.