Glit er löngu landsfrægt fyrir hraunkeramik sitt og er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði sem byggir á áratuga gamalli reynslu. Það eru mörg ár síðan við hættum að framleiða keramik, þess í stað hefur fyrirtækið einbeitt sér að þjónustu við leirkerasmiði - jafnt fagfólk sem frístundafólk. Einnig höfum við bætt inn í starfsemina glerbræðslu og erum með allt sem tilheyrir gleri - einnig svokölluðu tiffanys (skrautgleri). 

Til að bæta við tiffanys þátt starfseminnar höfum við keypt Listgler sem staðsett var á Kársnesbraut í Kópavogi. Allar vörur, tæki og tól hafa verið flutt til okkar á Krókhálsinn og munum við reyna að hafa sambærilega eða svipaða þjónustu og Listgler hefur veitt.

 

Í verslun okkar höfum við tæplega 40 tegundir af leir, 3 tegundir af gifsi, ýmis verkfæri, hráefni til glerungagerðar, tilbúna glerunga, bækur og m.fl. Við seljum einnig leirbrennsluofna, stýringar og hillur í ofna. Viðgerðarþjónusta fyrir ofna.

Við höfum flest það sem leirlistafólk og áhugafólk um leirmunagerð þarf í listsköpun sinni. 

 

Glit hefur verið með glerbræðslunámskeið sem notið hafa gífurlegra vinsælda frá því á árinu 2000. Við höfum til sölu bræðslugler, allt efni til skreytinga og mótagerðar o.fl., verkfæri og ofna fyrir glerbræðslu. 

Einnig höfum við til sölu gler, tin, verkfæri og fleira sem þarf fyrir skrautgler (tiffanys).

Það nýjasta er skartgripaefni: hraunperlur, náttúrusteinar, kórallar, agat, riverstone, magnesite, onix, blóðsteinar, ferskvatnsperlur, málmperlur og swarovski. Frágangsefni í miklu úrvali: bling kúlur og millistykki, stopp-perlur, lásar, segullásar, viðhengi og margt fleira. Enn fremur keðjur ýmis konar og úrval af leðursnúrum. Einnig kassar, pokar og útstillingastandar. Nú erum við einnig með trékúlur, bæði litaðar og ólitaðar, og svo erum við með málningu til að skreyta þær.

Auk þessa erum við með ýmislegt fleira sem áhugavert er fyrir handverksfólk, sem dæmi má nefna: gifs, gifsmót, gler fyrir skartgripi, o.fl. 

 

Við erum með rúmgóða og bjarta vinnustofu. Þar höldum við námskeið bæði í leirmótun og glerbræðslu. Höldum einnig námskeið í glerperlugerð, skartgripagerð og fleiru. Nýjustu námskeiðin hjá okkur eru keramikmálun og af því tilefni erum við byrjuð að selja keramik - tilbúið til málunar. Við erum svo auðvitað með tiffanys-námskeið þar sem kennd eru handtökin við að lóða saman gler. Einnig höfum við opna vinnustofu með leiðbeinanda fyrir þá sem eru orðnir sjálfbjarga í meðferð á leir eða gleri. 

Fyrir þá sem ekki eiga ofn höfum við sett upp brennsluþjónustu, þannig að við tökum muni í brennslu, bæði leir og gler.

                   

Glit er komið á facebook. Slóðin þangað er facebook.com/glitehf.

Facebook er hugsað sem viðbót við þessa heimasíðu og meira um myndir og það sem er að gerast á líðandi stundu, eins og myndir af námskeiðum o.fl. Heimasíðan verður þó áfram lifandi og með þessum grundvallar upplýsingum sem gott er að geta leitað í þegar á þarf að halda.

                 

                 

Þessi kafli: Síðast breytt eða yfirfarið 22.02.2017